Dýrablogg

Thursday, June 22, 2006

Loppu draumur

Ég verð að segja það að í nótt dreymdi mig einn fáránlegasta draum sem mig hefur dreymt og hann er svona:


Sko mig dreymdi að ég og systir mín fórum í Krambúðina og Loppa kisan okkar kom með. Á meðan við skoðuðum
spólur og DVD fór Loppa að kisumatar hillunni og tók einn pokann og fór að afgreiðsluborðinu og leitaði að
100 kalli þá fann hún hann strax og borgaði og fór heim og þá fóru allir að skelli hlæja.

Wednesday, June 21, 2006

Klukk

Mamma klukkaði mig.

1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á mig?

Ég veit það ekki alveg en kannski Úr bálki hrakfalla, sem eru sorglegar bækur en samt svolítið skemmtilegar

2. Hvernig bækur lestu helst?

Svona skemmtilegar bækur fyrir krakka á mínum aldri.

3. Hvaða bók lastu síðast?

Ég er núna að lesa Ronju

Ég klukka Fífu, Finn og Helgu,

Thursday, June 08, 2006

Skrifa,skrifa.

það er langt síðan ég hef skrifað í dag bókina og þannig ég ætla að bæta það upp he,he. Og þetta sem er fyrir neðan er óóóóóótrúlega sætt en leiðinlegt með gráa köttinn ef hann meiddi sig.

sætt

er ekki þetta hérna sætast í heimi?