Dýrablogg

Tuesday, July 31, 2007

Harry Potter...

er að lesa Harry Potter nr.6 því ég get ekki lesið nr.7 á ensku sem er alveg rosalega fúlt því nr.7 á íslensku kemur út um jólin (sniff) ég er samt ekki Harry Potter aðdáðandi nr.1 ;)

Labels:

Monday, July 30, 2007

Hæ hæ

Er komin aftur frá Ítalíu, ótrúlega gaman við skoðuðum næstum því allt sem er gamalt í Róm, alla gosbrunna og Colosseum, flest torg sem voru mjög mörg. Sáum líka spænsku tröppurnar og margt fleira. Fórum síðan í húsið með sundlauginni sem var ótrúlega gaman. Ég var í herbergi með Ragnheiði og Brynhildi sem var mjög skemmtilegt. Fórum oft í sund því það var svo oft heitt mesti hitinn var 41-42 gráður og sundlaugin var sem betur fer ísköld. Þegar við komum hingað var svo ískalt og það ringdi (það ringdi ekkert í ferðinni) samt var gott að komast heim :)

Labels:

Monday, July 16, 2007

Ítalía

Jæja ég er farin til Ítalíu, verð á ferðalagi í allan dag. Bless bless.

Labels:

Friday, July 13, 2007

Var hjá ömmu og afa

um vikuna sem var mjög gaman og síðan á mánudaginn förum við til Ítalíu ég hlakka svo til :)

Labels:

Thursday, July 05, 2007

Klessti á

Í gær klessti ég á vegg og missti nögl sem var ótrúlega vont. Sem betur fer var ég mjög nálægt húsinu heima. Víð fórum á spítalann og þurftum að bíða mjööög lengi, síðan var tekin röntgenmynd en ég var ekkert brotin, svo aftur þurftum við að bíða bíða bíða og þá þurfti að deyfa mig sem var ekkert rosalega vont en samt pínu. Setti hann nöglina mína aftur á og nú hef ég bara plástur :)

Labels: